Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira