Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 10:20 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20