Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 10:20 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20