Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 11:07 Líkamsleifar hinnar japönsku Kazuko Toyonaga fundust í sjónum í Kaupmannahöfn á haustdögum 1986. Vísir/afp Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn kannar nú hvort að hinn danski Peter Madsen, sem grunaður er um að hafa banað sænsku blaðakonunni Kim Wall, gæti tengst eldri óupplýstum sakamálum. Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller greindi frá þessu á blaðamannafundinum í morgun. Sagði hann það venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. „Það er klárt að við rifjum upp eldri mál. Við erum með mál frá 1986, þar sem búkur japansks ferðamanns fannst í höfn Kaupmannahafnar. Þetta gerum við alltaf í manndrápsmálum,“ er haft eftir Møller í frétt DR. Á haustdögum 1986 sá leigubílstjóri plastpoka fljótandi í sjónum við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Í pokanum fundust búkur og fótleggir konu. Nokkrum dögum eftir að plastpokinn fannst við Íslandsbryggju fannst annar við Christianshavns Kanal, einnig með líkamsleifum, sem reyndust vera af sömu konu. Heila átta mánuði tók þó að bera kennsl á líkamsleifarnar, með aðstoð þýsks tannlæknis. Kom í ljós að um var að ræða 22 ára japanska námskonu, Kazuko Toyonaga, sem hafði ferðast frá Tokýó í maí 1986 og ferðast um Þýskaland, Svíþjóð og Danmörku. Hennar hafði verið saknað í 25 daga þegar fyrri pokinn fannst. Morðmálið varð aldrei upplýst.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er mjög þekktur maður í Danmörku. Sú staðreynd að hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur vakið gríðarlega athygli í heimalandi hans og raunar um heim allan. 15. ágúst 2017 15:30
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35