Flytja H&M skiltið af Lækjartorgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2017 14:43 Frá flutningnunum á Lækjartorgi um tvöleytið í dag. Vísir/Vilhelm Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi. H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Risavaxið auglýsingaskilti í formi innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunar H&M um helgina var fjarlægt af Lækjartorgi eftir hádegið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir að með þessu sé verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem auglýsingin hafi fengið. Skiltið verður flutt í Smáralind.Eiríkur Rögnvaldsson, prófesssor í íslenskri málfræði.Vísir/ValliÓhætt er að segja að skiltið hafi vaktið mikla athygli en því var komið fyrir á Lækjartorgi á mánudagsmorgun. Tilskilin leyfi höfðu fengist hjá borginni fyrir uppsetningunni og átti skiltið að fá að standa á torginu út mánuðinn. „Það kom mikil gagnrýni á þessa uppstillingu og við brugðumst því við með þessum hætti,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. Gagnrýnin hefur komið fram á samfélagsmiðlum og vakti gagnrýni Eiríks Rögnvaldsson íslenskufræðings nokkra athygli. Borgin ekki stikkfrí „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ sagði Eiríkur í færslu á Facebook í morgun. Þar færði hann rök fyrir því að Reykjavíkurborg bryti lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí.Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg.Reykjavíkurborg„Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ sagði Eiríkur og bætti því við að Neytendastofa hefði ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Skiltið fer í Smáralind Skiltið verður flutt í Smáralind þar sem H&M verður opnuð á laugardaginn. „Það sem við erum að gera núna er heildarendurskoðun á verkferlum varðandi veitingu leyfa,“ segir Hjalti um stöðu mála hjá borginni. Aðspurður hvað fulltrúum H&M hafi fundist um þessa ákvörðun borgarinnar að flytja skiltið af Lækjartorgi segir Hjalti að fulltrúarnir verði að svara því.Uppfært klukkan 16:02 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Auglýsingin á Lækjartorgi hefði þurft frekari umfjöllun Mistök voru gerð milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar þegar veitt var leyfi fyrir H&M auglýsingu á Lækjargötu. Málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni er að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvorki er við birtingaraðila né H&M að sakast í þessu máli. Skiltið verður fjarlægt af Lækjartorgi í dag. Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna. Unnið er að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi.
H&M Tengdar fréttir Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13