Ég er heppna lamaða konan Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:08 Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar