Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 13:40 Fyrstu orð Peter Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Vísir/EPA Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina í dag frá fyrstu orðunum sem uppfinningamaðurinn Peter Madsen sagði við lögreglu eftir að hann kom á land í kjölfar þess að kafbátur hans sökk. Virðist sem að hann hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall. Kaupmannahafnarlögreglan staðfesti í gær að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudaginn hafi verið Wall. Madsen er nú grunaður um morð, eftir að hafa áður verið grunaður um manndráp.Ekki með nafn hennar á hreinuFyrstu orð Madsen við fjölmiðla og lögreglu eftir að hann kom á land benda til að hann hafi verið sýnt spurningum um sænsku blaðakonuna lítinn áhuga. Ekstrabladet greinir frá þessu.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-MadsenÞegar lögreglumaður spyr Madsen um símaupplýsingar konunnar sem hafi verið með honum um borð svarar Madsen: „Þær eru í símanum mínum sem er á hafsbotni.“ „Þú ert ekki með nafn hennar á hreinu,“ spyr lögreglumaðurinn. „Sko, ég veit bara að hún heitir Kim. Ég kanna ekki bakgrunn blaðamanns sem spyr hvort hann megi taka viðtal,“ sagði Madsen. Madsen sagði að kafbáturinn hafi sokkið á þrjátíu sekúndum eftir að hann reyndi viðgerðir. Lögregla segir að bátnum hafi vísvitandi verið sökkt.Vísir/Epa Sökk á þrjátíu sekúndumMadsen fullyrti til að byrja með að hann hafi hleypt Wall frá borði klukkan 22:30 að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst, sama dag og þau höfðu farið saman í ferð um borð í bátnum. Wall hugðist skrifa um Madsen og kafbát hans. Síðar breytti hann þó framburði sínum og viðurkenndi að hafa varpað líki hennar frá borði. Fullyrðir hann að Wall hafi látið lífið eftir slys um borð í bátnum. Á hafnarbakkanum sagði Madsen við fréttamann danska TV 2 að bilun í kjölfestu kafbátsins hafi orðið til þess að hann hafi sokkið.Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiMadsen brosti til myndavélar TV 2 þegar hann útskýrði að ástandið hafi snarversnað eftir að hann hafi reynt að gera við bátinn. „Nautilus sökk á um þrjátíu sekúndum, ég náði ekki að loka hlerunum eða neitt. Það er nú samt gott, því annars hefði ég enn verið þarna niðri,“ sagði Madsen, en rannsókn hefur leitt í ljós að kafbátnum var sökkt vísvitandi. Í stað þess að ræða um konuna sem var saknað, hélt Madsen áfram að ræða um hvernig hann ætli að ná bátnum upp af hafsbotni, að hann sé tryggður og hvað hann telji að kostnaðurinn verði mikill.Tóku lífsýni úr tannbursta og hárburstaJens Møller, aðstoðarlögreglustjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, sagði á blaðamannafundi í gær að lögregla hafi tekið lífsýni úr tannbursta og hárbursta Wall til að bera kennsl á búkinn sem fannst í sjónum.Sjá einnig: Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunniGöt höfðu verið stungin á lík Wall og málmstykki bundin við það í þeim tilgangi að fá það til að fara niður á hafsbotninn. Betina Hald Engmark, lögmaður Madsen, segir skjólstæðing sinn hafa ekkert að fela og að hann ætli sér að vera samvinnufús við rannsókn málsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Leita að fötum Kim Wall Lögregla í Kaupmannahöfn hefur biðlað til almennings um aðstoð við leit að fötum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 24. ágúst 2017 09:57
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20