Tilkynningum um þjófnað á ökutækjum og nytjastuldi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað milli ára. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fékk lögreglan 201 tilkynningu, eða tæplega 20 prósent færri en á sama tímabili árið áður. Sé talan borin saman við árið 2015 má sjá að tilkynningar eru 25 prósent færri á þessu ári en fyrir tveimur árum.
Tilkynningar á árinu 2015 voru 426 sem var mesti fjöldi frá árinu 2010. Tilkynningum fækkaði svo árið 2016 og voru þær 387, en þó yfir tíu ára meðaltali.

