Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:19 Harvey er sagður öflugasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðastliðin 12 ár. Vísir/Getty Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt. Um er að ræða öflugasta fellibyl sem gengið hefur yfir Bandaríkin í 12 ár. Talið er að honum muni fylgja mikið úrhelli, svartsýnustu spár telja að úrkoman geti orðið um 1000 millimetrar. Í mörgum héröðum er gert ráð fyrir áður óséðum flóðum sem geti verið lífshættuleg. Harvey er fjórða stigs fyllibylur og er áætlað að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Bæjarstóri borgarinnar Rockport, skammt frá Corpus Christi, hvatti einnig þá fáu sem enn voru í borginni í gær til að yfirgefa borgina hið snarasta. Það gæti þó reynst þrautin þyngri enda séu í hópi þeirra eldri borgarar sem sitja fastir eftir að hús öldrunarheimilis hrundi hrundi í gærkvöldi. Að sögn BBC hefur björgunarsveitum ekki enn tekist að bjarga þeim úr húsinu. Víða sé þó ekki einu sinni hægt að koma fólki til bjargar, aðstæðurnar séu of hættulegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón. Löng bílaröð hefur myndast á þjóðvegum Texas er hundruð þúsunda Texasbúa reyna að flýja hamfarasvæðin. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadala. Harvey er sagður vera öflugasti fellbylur sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum síðan Wilma dró 87 manns til dauða í Flórídafylki árið 2005. Harvey hefur raskað flugsamgöngum og hefur olíuvinnsla út af ströndum Texas nær algjörlega lamast.Íbúar borga á austurströnd Texas hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín.Vísir/Getty Veður Tengdar fréttir Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt. Um er að ræða öflugasta fellibyl sem gengið hefur yfir Bandaríkin í 12 ár. Talið er að honum muni fylgja mikið úrhelli, svartsýnustu spár telja að úrkoman geti orðið um 1000 millimetrar. Í mörgum héröðum er gert ráð fyrir áður óséðum flóðum sem geti verið lífshættuleg. Harvey er fjórða stigs fyllibylur og er áætlað að vindhraði geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Reiknað er með að úbúar Corpus Christi verði einna verst úti og hafa þeir verið hvattir til þess að yfirgefa heimili sín. Bæjarstóri borgarinnar Rockport, skammt frá Corpus Christi, hvatti einnig þá fáu sem enn voru í borginni í gær til að yfirgefa borgina hið snarasta. Það gæti þó reynst þrautin þyngri enda séu í hópi þeirra eldri borgarar sem sitja fastir eftir að hús öldrunarheimilis hrundi hrundi í gærkvöldi. Að sögn BBC hefur björgunarsveitum ekki enn tekist að bjarga þeim úr húsinu. Víða sé þó ekki einu sinni hægt að koma fólki til bjargar, aðstæðurnar séu of hættulegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brýnt fyrir íbúum Texas að fylgja skipunum yfirvalda á hverju svæði fyrir sig svo lágmarka megi eigna- og manntjón. Löng bílaröð hefur myndast á þjóðvegum Texas er hundruð þúsunda Texasbúa reyna að flýja hamfarasvæðin. Greg Abott, ríkisstjóri Texas, hefur fram á aukna aðstoð frá alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjónið sem Harvey muni valda muni hlaupa á milljörðum bandaríkjadala. Harvey er sagður vera öflugasti fellbylur sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum síðan Wilma dró 87 manns til dauða í Flórídafylki árið 2005. Harvey hefur raskað flugsamgöngum og hefur olíuvinnsla út af ströndum Texas nær algjörlega lamast.Íbúar borga á austurströnd Texas hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín.Vísir/Getty
Veður Tengdar fréttir Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Skilaboð Trump til íbúa Texas: „Gangi ykkur öllum vel“ Fastlega er reiknað með að fellibyllurinn Harvey muni valda miklum usla í Texas-ríki Bandaríkjann er hann gengur á land. Donald Trump sendi íbúum Texas skilaboð fyrr í kvöld. 25. ágúst 2017 22:26
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31