Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 11:49 Kynþáttahatarar úr Ku Klux Klan voru á meðal þeirra sem komu saman í Charlottesville á dögunum. Vísir/AFP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo hvíta þjóðernissinna, þar á meðal einn liðsmann Ku Klux Klan, og leitar þess þriðja vegna óeirðanna í Charlottesville fyrr í þessum mánuði. Tveir mannanna eru grunaðir um ofbeldisverk í glundroðanum sem ríkti á götum bæjarins þegar hundruð hvítra þjóðernissinna komu saman þar laugardaginn 12. ágúst, að því er segir í frétt New York Times. Þar á meðal eru þeir grunaðir um að hafa barið tvítugan blökkumann í bílageymslu. Myndum af árasinni hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum til þess að hafa uppi á ofbeldismönnunum. Mennirnir sem hafa nú verið handteknir eru 18 og 52 ára gamlir. Sá yngri er ákærður fyrir að hafa valdið líkamstjóni í árásinni en sá eldri er sakaður um vopnalagabrot. Sá hleypti af skoti úr skambyssu í átt að svörtum mótmælanda og er er meðlimur Ku Klux Klan. Þriðja mannsins er leitað vegna aðildar að líkamsárásarinnar í bílageymslunni.Lögreglumenn fylgja Klan-liða fram hjá mótmælendum í Charlottesville.Vísir/AFPLögreglan stóð hjá þegar vopnaður maðurinn hleypti af skotiHvítu þjóðernissinnarnir komu saman í Charlottesville til að mótmæla því að stytta af herforingja gömlu Suðurríkjanna yrði tekin niður. Til harðra átaka kom á milli þeirra og fólks sem mótmælti þeim. Ung kona lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á fólk í göngugötu á sama tíma og lögregla reyndi að tvístra mannfjöldanum. Sá maður er í haldi lögreglu sömuleiðis. Lögreglan hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir aðgerðaleysi á meðan óeirðirnar áttu sér stað. Þannig birti New York Times myndband af því þegar annar mannanna sem nú hafa verið handteknir skaut af byssu sinni. Það gerði hann rétt fyrir framan hóp lögreglumanna sem aðhöfðust ekkert.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Dúkur dreginn yfir umdeilda styttu í Charlottesville Styttur af leiðtogum gömlu Suðurríkjanna í Charlottesville eru nú huldar með svörtum dúk eftir mannskæða samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni fyrir tæpum tveimur vikum. 24. ágúst 2017 10:40