Lögráða danskur prins fær engin laun frá ríkinu Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2017 14:27 Nikolai prins, hér lengst til vinstri, ásamt Margréti Þórhildi, og öðrum barnabörnum drottningar. Vísir/AFP Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Nikolai Danaprins, elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er átján ára í dag og þar með orðinn lögráða. Nikolai mun þó ekki fá greidd laun frá ríkinu, ekki frekar en önnur sex af átta barnabörnum drottningar. Danska konungshöllin greindi frá því á síðasta ári að Kristján, sonur Friðriks krónprins, verði eina barnabarn drottningar sem mun fá greidd laun frá ríkinu. Sagnfræðingurinn Lars Hovbakke Sørensen segir í samtali við Berlingske að ætlast sé til þess að sjö barnabörn drottningar standi á eigin fótum fjárhagslega. Ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin í kjölfar umræðu um hvernig það mætti teljast réttlætanlegt að öll barnabörnin yrðu á launum hjá danska ríkinu. Ekki er búist við að hinum átján ára prins verði nú gert að sinna sérstökum verkefnum sem fulltrúi fjölskyldu drottningar þó að ætlast sé til að hann muni áfram sækja einhverjar veislur og athafnir á vegum hallarinnar. Nikolai prins hefur stundað nám í Herlufsholm kostskole á Sjálandi frá 2014. Haldið verður upp á afmæli prinsins um borð í skipinu Dannebrog í kvöld. Nikolai er sonur Jóakim prins og fyrstu eiginkonu hans, Alexöndru. Hann er sjöundi í röðinni til að erfa dönsku krúnuna.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. 8. ágúst 2017 15:15
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent