Með svo þungt hlass á kerru að bíllinn lyftist að aftan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 15:05 Lögreglan á Suðurlandi hafði nóg að gera í síðustu viku. vísir/eyþór Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn. Lögreglumál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Þrír ökumenn hafa verið kærðir fyrir að keyra með of þungan farm í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Þá hafði lögregla einnig afskipti af ökumanni sem keyrði um með of afturþungt timburbúnt í eftirdragi. Hafði timburbúntinu verið staflað á kerru sem var í eftirdragi pallbíls. Var ökumaðurinn á leið úr byggingarverslun á Selfossi. Var búntið svo afturþungt að þegar ýtt var á endann á því lyftist bifreiðin að aftan. Ökumaðurinn sagðist aðeins hafa ætlað sér að fara „skamma vegalengd“ en var gert að umstafla timburbúntinu áður en lengra er haldið. Segir lögregla að það sé „sjaldgæft að fundið sé að því að það vanti hleðslu á ás bifreiða.“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í þrígang var grenslast fyrir um ferðamenn sem farið höfðu af leið. Allir komust heilir til byggða, ýmist með aðstoð lögreglu, björgunarsveita eða landeiganda. Einn var á Fimmvörðuhálsi og hafði komið sér í sjálfheldu þar. Björgunarsveit aðstoðaði hann. Annar fór af leið á Langjökli en kom sér sjálf í húsaskjól og gerði vart við sig og var sóttur af lögreglu. Þriðji var villtur í myrkri á Sólheimasandi og var aðstoðaður í bíl af landeiganda þar. Stúlka slasaðist á hönd þegar hún lenti með hana í ullartætara á bæ í Rangárvallasýslu. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist. Þá slösuðust hjón þegar sleði sem þau óku um Sólhemajökul valt. Talð er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið. Þá voru þrír ökumenn kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða sinna. Einn þeirra var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Annar mældist á 133 kílómetra hraða á Sandskeiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Viðurkenndi hann að hafa neytt kókaíns fyrir aksturinn.
Lögreglumál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira