„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:40 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA „Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu. H&M Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
„Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu.
H&M Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira