Segir allt verða gert til að vernda líf Japana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2017 23:30 Frá eldflaugaskoti í Norður-Kóreu í síðasta mánuði. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021. Norður-Kórea Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Norður-Kóreumenn skutu í kvöld eldflaug yfir Japan. Ríkisútvarp Japan segir eldflaugina hafa fallið í sjóinn í þremur hlutum um 1.180 kílómetra undan ströndum Hokkaidoeyju. Ekki var reynt að skjóta eldflaugina niður en íbúum var ráðlagt að gera ráðstafanir í hátalarakerfi sem ómaði um Hokkaido. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, sagði að ríkisstjórn hans myndi gera allt sem hægt sé til að vernda líf Japana. Yfirvöld þar líta á tilraunina sem alvarlega ógnun. Her Suður-Kóreu segir að eldflauginni hafi verið skotið á loft skammt frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.Stutt á milli skota Norður-Kórea hefur framkvæmt fjölmargar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum og mánuðum í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Nú síðast var þremur skammdrægum eldflaugum skotið á loft á laugardaginn. Spenna á svæðinu er mjög mikil og hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna skipst á harðorðum yfirlýsingum.Samkvæmt yfirvöldum í Suður-Kóreu flaug eldflaugin um 2.700 kílómetra og náði um 550 kílómetra hæð. Líklegt þykir að eldflaugaskotin séu viðbrögð við sameiginlegum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir. Iðulega þegar slíkar æfingar fara fram segja yfirvöld Norður-Kóreu að verið sé að æfa innrás. Yoshihide Suga, ráðherra í Japan, sagði ljóst að tilraunaskotið hafi ógnað öryggi Japan og að ríkisstjórnin myndi koma alvarlegum mótmælum á framfæri við Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að yfirvöld í Japan myndu eiga í samráði með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu varðandi viðbrögð við skotinu.Tilraunir hafa náð árangri Norður-Kórea hefur náð miklum árangri í eldflaugaáætlun sinni og óttast er að ríkið muni geta þróað eldflaugar sem þeir geti gert árásir á meginland Bandaríkjanna fyrir árið 2021.
Norður-Kórea Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira