Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 11:25 Þúsundum borgarbúa í Houston hefur verið bjargað undan flóðunum síðustu dagana. Vísir/AFP Veðurspár gera ráð fyrir að allt þrjátíu sentímetra úrkoma geti fallið í Houston í Bandaríkjunum í dag. Borgin er þegar á kafi eftir fordæmalausar rigningar síðustu daga. Heildarúrkoman gæti þá nálgast 130 sentímetra á örfáum dögum. Gangi spárnar eftir mun vatnselgurinn í þessari fjórðu fjölmennustu borg Bandaríkjanna enn aukast. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa þegar þurft að flýja heimili sín vegna hitabeltisstormsins Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Að minnsta kosti níu manns eru látnir á Houston-svæðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sex meðlimir sömu fjölskyldu fórust meðal annars í bíl á flótta undan flóðunum. Lögreglustjórinn í Houston óttast að þegar flóðin sjatni muni fjöldi líka finnast. Harvey er nú byrjaður að teygja anga sína yfir nágrannaríkið Lúisíana og búa borgarbúar í New Orleans sig undir flóð, minnugir hörmunganna sem fellibylurinn Katrina leiddi yfir þá árið 2005. Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki Texas og mögulega Lúisíana í dag, þó ekki Houston. Hann hefur heitið því að senda neyðaraðstoð til ríkjanna sem verða fyrir Harvey í snatri. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Veðurspár gera ráð fyrir að allt þrjátíu sentímetra úrkoma geti fallið í Houston í Bandaríkjunum í dag. Borgin er þegar á kafi eftir fordæmalausar rigningar síðustu daga. Heildarúrkoman gæti þá nálgast 130 sentímetra á örfáum dögum. Gangi spárnar eftir mun vatnselgurinn í þessari fjórðu fjölmennustu borg Bandaríkjanna enn aukast. Yfir þrjátíu þúsund manns hafa þegar þurft að flýja heimili sín vegna hitabeltisstormsins Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld. Að minnsta kosti níu manns eru látnir á Houston-svæðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sex meðlimir sömu fjölskyldu fórust meðal annars í bíl á flótta undan flóðunum. Lögreglustjórinn í Houston óttast að þegar flóðin sjatni muni fjöldi líka finnast. Harvey er nú byrjaður að teygja anga sína yfir nágrannaríkið Lúisíana og búa borgarbúar í New Orleans sig undir flóð, minnugir hörmunganna sem fellibylurinn Katrina leiddi yfir þá árið 2005. Til stendur að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki Texas og mögulega Lúisíana í dag, þó ekki Houston. Hann hefur heitið því að senda neyðaraðstoð til ríkjanna sem verða fyrir Harvey í snatri.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00
Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“