Lögregla í Kaupmannahöfn leitar nú að mögulegum leynihólfum í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen. Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum.
Sérstakur skanni, sem er vanalega notaður til að kanna farm vörubíla, hefur verið notaður við leitina.
SVT greinir frá því að lögregla leiti að vopni eða vísbendingum um að brot hafi verið framið um borð í bátnum. Ábending hafi borist lögreglu um að leynihólf kunni að vera í kafbátnum.
Í yfirlýsingu frá Kaupmannahafnarlögreglunni segir að leitin sé gerð til að tryggja að allir krókar og kimar bátsins hafi verið rannsakaðir. Ekki sé rökstuddur grunur um að eitthvað kunni að finnast í slíkum hólfum, séu þau þá til á annað borð.
Lögreglan hefur í dag haldið leitinni að líkamsleifum Wall áfram við strendur Køgeflóa. Hefur lögregla notið aðstoðar sérþjálfaðra hunda frá starfsbræðrum sínum í Svíþjóð. Leitað verður bæði í dag og á morgun.
Leitað var úr lofti í gær, en leitin að líkamsleifum og fötum Wall skilaði ekki árangri.
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum

Tengdar fréttir

Greina frá fyrstu orðum Madsen við lögreglu eftir að hann kom á land
Svo virðist sem að Peter Madsen hafi haft meiri áhuga á að fá að vita kostnaðinn við að ná kafbátnum aftur upp af hafsbotni en að ræða um sænsku blaðakonuna Kim Wall.

Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi
Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd.

Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál
Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál.