Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:30 Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann. Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00