ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ekki er að sjá að íbúar Gvam óttist að ráðist verði á þá. Lífið í borginni Tamuning gekk sinn vanagang í gær. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í gær að eignir níu Norður-Kóreumanna og fjögurra norðurkóreskra fyrirtækja hefðu verið frystar til viðbótar við þær viðskiptaþvinganir sem eru nú þegar í gildi. Segir í tilkynningunni að það hafi verið gert til að fylgja eftir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þýðir þetta að eignir 62 Norður-Kóreumanna og fimmtíu fyrirtækja og stofnana innan Evrópusambandsins hafa nú verið frystar í samræmi við tilmæli öryggisráðsins. Til viðbótar hefur Evrópusambandið upp á eigin spýtur fryst eignir 41 Norður-Kóreumanns og sjö fyrirtækja og stofnana. Þessi nýjasta bylgja í Norður-Kóreudeilunni, sem rekja má til eldflaugatilraunar ríkisins í lok júlímánaðar, hélt áfram að vinda upp á sig í gær þegar yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu að áætlun um fyrirhugaða árás á bandarísku eyjuna Gvam myndi liggja fyrir á allra næstu dögum. KCNA, ríkissjónvarp Norður-Kóreu, greindi frá því í gær að fjórum Hwasong-12 eldflaugum yrði skotið frá Norður-Kóreu. Myndu eldflaugarnar svífa yfir Japan og loks springa í sjónum um þrjátíu kílómetra frá strönd Gvam.Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnarBandaríkjamenn eru vitaskuld ekki hrifnir af þessum áformum en auk bandarískra herstöðva búa 163.000 manns á eyjunni. Í gær sagði James Mattis varnarmálaráðherra að kæmi til stríðs myndi Norður-Kórea eiga við ofurefli að etja. Ef af árásinni á Gvam yrði myndi það marka endalok stjórnartíðar einræðisherrans Kims Jong-un. Ef marka má fréttaflutning KCNA hafa yfirvöld í Norður-Kóreu þó ekki áhyggjur af slíkum yfirlýsingum. Í gær greindi KCNA frá því að ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þess efnis að Norður-Kóreumenn myndu þurfa að þola eld og brennistein geri þeir árás, væru „algjört rugl“. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar samræður við svona mann. Hann hundsar öll rök,“ segir í frétt KCNA. BBC greindi frá því í gær að íbúar eyjunnar hefðu þó ekki miklar áhyggjur af hótuninni. Sagði blaðamaðurinn Rupert Wingfield-Hayes að íbúar teldu hótunina ekki raunverulega og að þeir væru sannfærðir um að yfirvöld í Norður-Kóreu áttuðu sig á því að slík árás jafngilti sjálfsvígi ríkisstjórnarinnar. Þá tjáði Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sig um málið á nýjan leik í gær. Sagði hann við Reuters að greina mætti ótta í aðgerðum einræðisríkisins. „Þeir eru að sjónvarpa öllu sem þeir gera núna. Það þýðir að þeir vilja ekki að neinn misskilji þá og ég tel það vera til marks um að þeir séu hræddir,“ sagði Calvo. Það eru þó fleiri ósáttir við áform Kims en Bandaríkjamenn. Yoshihide Suga, upplýsingafulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær algjörlega óboðlegt að skjóta eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi. „Aðgerðir stjórnvalda í Pjongjang ögra öllu svæðinu, meðal annars Japan, sem og öryggi alþjóðasamfélagsins. Þetta verður ekki liðið.“ Þá sagði varnarmálaráðherrann Itsunori Onodera í gær að löglegt væri fyrir Japana að skjóta niður norðurkóreskar eldflaugar þar sem þær ógnuðu öryggi þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira