Erlent

Birta leiðbeiningar fyrir íbúa vegna kjarnorkusprengjuárásar

Samúel Karl Ólason skrifar
Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, segist sammála því að senda yfirvöldum Norður-Kóreu skýr skilaboð.
Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, segist sammála því að senda yfirvöldum Norður-Kóreu skýr skilaboð. Vísir/AFP
Varnarmálaráðuneyti eyjunnar Gvam birti í dag leiðbeiningar fyrir íbúa varðandi hvað þeir eiga að gera verði gerð kjarnorkusprengjuárás á eyjuna. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að skjóta eldflaugum að eyjunni og er mikill spenna á svæðinu.

Meðal ráðlegginga sem fram koma í leiðbeiningum ráðuneytisins er að fólk ætti að búa til lista yfir staði nærri vinnustöðum þeirra og heimilum þar sem hægt væri að leita sér skjóls og koma safna neyðarbirgðum. Þá er fólki ráðlagt að horfa ekki á sprengingar og þar að auki er fólki ráðlagt að sturta sig eftir árás en passa sig að nota ekki hárnæringu þar sem hún gætu bundist geislavirkum efnum.

Hótun Norður-Kóreu sneri ekki að kjarnorkuvopnum en deilan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur vakið upp áhyggjur af mögulegri notkun kjarnorkuvopna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin væru klár í slaginn, ef Norður-Kórea gripi til einhverra aðgerða. Leiðtogar beggja ríkja hafa sent hvorum öðrum harðorð skilaboð á undanförnum dögum.

Eddie Calvo, ríkisstjóri Gvam, sagði Reuters fréttaveitunni að hann væri sammála því að senda yfirvöldum Norður-Kóreu skýr skilaboð.

„Þó ég vilji ekki að meiri hiti færist í leikinn, tel ég mikilvægt að það komi skýrt fram að komi til árásar á bandarískri grundu og þar á meðal Gvam, verði henni mætti með yfirburðarafli.“

Leiðbeiningarnar má sjá í færslunum hér að neðan.

Tengdar fréttir

ESB frystir fleiri eignir Norður-Kóreumanna

Evrópusambandið fylgir tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreumanna. Áætlun um árás á bandarísku eyjuna Gvam á að liggja fyrir á næstu dögum. Íbúar Gvam hafa ekki áhyggjur af árás.

Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu

Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega.

Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar

Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×