Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 11:12 Nýnasistar, öfgahægrimenn og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman í hundruða tali í gær. Vísir/AFP Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira