Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 19:39 Minnst nítján eru slasaðir eftir átökin í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12