Ferðamenn sátu sem límdir yfir dýrðinni í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 11:15 Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15