Ferðamenn sátu sem límdir yfir dýrðinni í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 11:15 Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15