Flýtir í undirbúningi orsök flugslyss á Vatnsleysuströnd Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 10:52 Um var að ræða kennsluflugvél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Flýtir í undirbúningi og rangur aflestur eldsneytismælis kennsluflugvélarinnar TF-KFB eru talin hafa gert það að verkum að vélin nauðlenti á golfvellinum á Vatnsleysuströnd þann 29. júní 2014. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Flugkennari hlaut minniháttar áverka á höfði þegar flugvélin lenti á hvolfi og plastkúpull yfir stjórnklefanum brotnaði. Um var að ræða vél Flugakademíu Keilis og var hún af gerðinni Diamond DA-20. Henni var flogið frá Keflavíkurflugvelli en ætlunin var að flúga til flugvallarins á Hellu. Rannsókn á vettvangi leiddi í ljós að ekkert eldsneyti var í eldsneytisgeymi flugvélarinnar á slysstað og hafi eldsneytisskorturinn leitt til að vélin missti afl á flugi.Rannsóknarnefnd samgönguslysaRangur aflestur Í skýrslunni segir að flugnemi og flugkennari hafi talið ranglega að tankur vélarinnar hafi verið tæplega hálffullur og með nægilega mikið eldsneyti til að komast á áfangastað. Aflesturinn hafi hins vegar verið rangur og hafi um fjórðungur tanksins verið raunverulega með eldsneyti þegar vélin tók á loft. „RNSA telur hugsanlegt að það að flugkennarinn skoðaði eldsneytisstöðuna á eldsneytismælistikunni úr fjarlægð, úr hægra sæti flugvélarinnar, hafi haft áhrif á rangan aflestur flugkennarans. Ennfremur telur RNSA að það að flugneminn hafði sagt að eldsneytisgeymirinn væri rúmlega hálfur, þá hafi það skapað væntingar sem hafi haft áhrif á aflestur flugkennarans,“ segir í skýrslunni. Flugkennarans sagði við nefndina að hann hefði fyrir reglu að athuga alltaf stöðuna á eldsneyti og olíu sjálfur, þótt það væri engin regla hjá flugskólanum um að gera það. „Flugkennarinn var hins vegar seinn í þetta flug og því skoðaði hann einungis eldsneytisstöðuna eftir að hafa sest í hægra sætið í flugvélinni, þegar flugneminn sýndi eldsneytisstöðuna á eldsneytismælstikunni þar sem hann stóð vinstra megin við flugvélina við eldsneytisáfyllingaropið,“ segir í skýrslunni.Skýrslu nefndarinnar er að finna að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira