Lögregla vill komast í samband við fyrri farþega kafbátsins Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2017 15:36 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. Vísir/AFP Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Lögregla í Danmörku telur að sænska blaðakonan Kim Wall kunni vera á sænsku hafsvæði. Það er niðurstaða lögreglu eftir greiningu á hafstraumum síðustu sólarhringa. Þá vill lögregla einnig komast í samband við aðra sem hafi áður ferðast um borð í kafbát auðjöfursins Peter Madsen.Aftonbladet segir frá því að lögregla í Svíþjóð leiti nú meðfram strönd syðsta hluta vesturstrandar Svíþjóðar. Þetta sé gert í kjölfar greiningar á hafstraumum í Eyrarsundi og Køgeflóa frá þeim tíma sem Wall hvarf. Madsen neitar því enn að hafa banað Wall sem fór með honum í ferð í heimasmíðuðum kafbát, UC3 Nautilus. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á fimmtudag, en hún ferðaðist með bátnum í þeim tilgangi að skrifa um kafbátinn og siglinguna. Greint var frá því í morgun að Madsen hafi ákveðið að áfrýja ekki 24 daga gæsluvarðhaldsúrskurði dansks dómstóls, en hann er grunaður um að hafa verið valdur að dauða Wall. Lík Wall fannst ekki um borð í kafbátnum þar sem leitað var í gær og hefur leitinni í og í við Eyrarsund verið haldið áfram í dag. Leitarsvæðið er þó stórt og nær yfir lögsögu bæði Svíþjóðar og Danmerkur. Kærasti Wall tilkynnti hvarf hennar þegar hún skilaði sér ekki heim úr ferðinni. Þegar samband náðist við Madsen í gegnum talstöð sagðist hann vera á leið aftur til hafnar. Hins vegar sökk báturinn í Køgeflóa á föstudaginn. Madsen var bjargað en Wall hefur ekki fundist.Samkvæmt SVT sagði Madsen að hann hefði hleypt Wall í land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldinu. Seinna mun hann þó hafa breytt sögu sinni og gefið lögreglu aðra útskýringu. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að bátnum hafi verið sökkt af ásettu ráði.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40 Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Sjá meira
Neitar enn að hafa orðið blaðakonunni að bana Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurði. 14. ágúst 2017 11:40
Enn er leitað að sænskri blaðakonu Peter Madsen, danskur auðkýfingur og kafbátasmiður, er í haldi lögreglu grunaður um manndráp af gáleysi. 14. ágúst 2017 06:00