Liverpool gerði vel í að tryggja sér fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en þarf að slá út Hoffenheim til að komast í Meistaradeildina í vetur.
Klopp var alveg tilbúinn að slá á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn og það var einkum eitt svar sem vakti mikla kátínu meðal fjölmarga blaðamanna sem voru mættir til að spyrja hann spjörunum úr.
Blaðamaður FourFourTwo sagði síðan frá þessu spaugilega atviki inn á Twitter:
Jürgen Klopp jokes about losing his virginity in the build-up to tonight's match. pic.twitter.com/mw1psXgQ5H
— FourFourTweet (@FourFourTweet) August 15, 2017
Klopp: (Hissa en með glotti) Manstu þú eftir þínu fyrsta skipti? Auðvitað man ég eftir því en vanalega er ég ekki að tala opinberlega um fyrsta skiptið mitt en ég vona samt að við stöndum okkur betur á morgun en ég gerði.
Leikur Hoffenheim og Liverpool hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
