Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 22:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Trump-turni í New York-borg í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi báðum fylkingum, þjóðernissinum og gagnmótmælendum, um óeirðirnar í Virginíu-ríki um helgina. Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni furðulegs blaðamannafundar sem haldinn var í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. Fundurinn, sem hófst á yfirlýsingu um „skipulag“ að því er fram kemur í frétt CNN, snerist fljótt upp í umræður um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Charlottesville um helgina. Ekki var búist við því að Trump myndi svara spurningum á fundinum, sem hann svo gerði, en úr varð stórfurðuleg atburðarás. Trump var spurður hvort hann teldi stjórnmálahreyfinguna „hitt hægrið“ (e. alt-right), sem þjóðernissinnarnir í Charlottesville hafa gjarnan verið kenndir við, fyndi til sektarkenndar vegna óeirðanna. Í svari sínu talaði Trump frekar um vinstrisinnaða gagnmótmælendur, sem hann kallaði „hitt vinstrið“ (e. alt-left). „Ég held að báðum fylkingum sé um að kenna. Hvað með „hitt vinstrið“ sem kom og réðst að, eins og þið segið, „hinu hægrinu“, finna þau fyrir sektarkennd? Hvað með þá staðreynd að þau réðust að hinum með kylfur í höndunum, sveiflandi kylfum. Eiga þau við vandamál að stríða? Ég held það.“US President Donald Trump says both sides to blame in Charlottesville clashes that saw one woman killed https://t.co/nIu8AH0Ub9 pic.twitter.com/ZUGIYBY4N1— BBC Breaking News (@BBCBreaking) August 15, 2017 Sagði móður hinnar látnu hafa sagt „fallega hluti“ um sig Þá sagði Trump að „tvær hliðar væru á öllum sögum“ og að það væri „mikið af vondu fólki í hinum hópnum líka,“ og átti þar við gagnmótmælendurna. Þá sagði hann „gott fólk“ vera í báðum fylkingum, þar á meðal innan raða hvítra þjóðernissinna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenn komu saman í Charlottesville um helgina til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Ein kona, Heather Heyer, lést í óeirðunum um helgina þegar fylgismaður þjóðernissinna ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. James Alex Fields var ákærður fyrir morðið á Heyer í gær. Á blaðamannafundinum í Trump-turni í dag sagði forsetinn að móðir Heyer hefði sagt „fallega hluti“ um sig.Blaðamannafundurinn í Trump-turni hófst á yfirlýsingu um skipulag innan ríkisstjórnarinnar en leystist fljótt upp í umræður um atburði helgarinnar.Vísir/AFPBar styttur sögufrægra forseta saman við styttuna af Robert E. Lee Þá sakaði Trump þá sem vildu fjarlægja styttuna af hershöfðingjanum og þrælahaldaranum Robert E. Lee um að „endurskrifa söguna“ og nefndi sögufræga Bandaríkjaforseta, sem áttu einnig þræla, og styttur af þeim til stuðnings málstað sínum. „George Washington var þrælahaldari. Mun George Washington verða minna metinn? Ætlum við að taka niður styttu af George Washington?“ sagði Trump. „Hvað með Thomas Jefferson, hvað finnst ykkur um Thomas Jefferson, líkar ykkur við hann? Allt í lagi, gott. Ætlum við að taka niður styttur vegna þess að hann átti þræla í stórum stíl? Ætlum við að taka niður styttu af honum? Þannig að vitið þið hvað, þetta er fínt, þið eruð að endurskrifa söguna, þið eruð að endurskrifa menningu.“President Trump: George Washington was a slave owner. Will we have to take down statues of George Washington? https://t.co/F72eiagTzZ— CNN (@CNN) August 15, 2017 Þá var Trump spurður um einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, og sagði hann góðan mann. Þá tók forsetinn fram að Bannon væri „ekki rasisti“ en sagði enn fremur að framtíð hans í Hvíta húsinu væri óljós. Trump tjáði sig um átökin í Charlottesville á sérstökum blaðamannafundi um óeirðirnar í Hvíta húsinu í gær. Þar fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi. Þá var forsetinn gagnrýndur fyrir að vilja ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina á laugardag. Þar fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk úr „mörgum áttum“ en þá afstöðu sína ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag. Tengdar fréttir Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi báðum fylkingum, þjóðernissinum og gagnmótmælendum, um óeirðirnar í Virginíu-ríki um helgina. Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni furðulegs blaðamannafundar sem haldinn var í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. Fundurinn, sem hófst á yfirlýsingu um „skipulag“ að því er fram kemur í frétt CNN, snerist fljótt upp í umræður um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Charlottesville um helgina. Ekki var búist við því að Trump myndi svara spurningum á fundinum, sem hann svo gerði, en úr varð stórfurðuleg atburðarás. Trump var spurður hvort hann teldi stjórnmálahreyfinguna „hitt hægrið“ (e. alt-right), sem þjóðernissinnarnir í Charlottesville hafa gjarnan verið kenndir við, fyndi til sektarkenndar vegna óeirðanna. Í svari sínu talaði Trump frekar um vinstrisinnaða gagnmótmælendur, sem hann kallaði „hitt vinstrið“ (e. alt-left). „Ég held að báðum fylkingum sé um að kenna. Hvað með „hitt vinstrið“ sem kom og réðst að, eins og þið segið, „hinu hægrinu“, finna þau fyrir sektarkennd? Hvað með þá staðreynd að þau réðust að hinum með kylfur í höndunum, sveiflandi kylfum. Eiga þau við vandamál að stríða? Ég held það.“US President Donald Trump says both sides to blame in Charlottesville clashes that saw one woman killed https://t.co/nIu8AH0Ub9 pic.twitter.com/ZUGIYBY4N1— BBC Breaking News (@BBCBreaking) August 15, 2017 Sagði móður hinnar látnu hafa sagt „fallega hluti“ um sig Þá sagði Trump að „tvær hliðar væru á öllum sögum“ og að það væri „mikið af vondu fólki í hinum hópnum líka,“ og átti þar við gagnmótmælendurna. Þá sagði hann „gott fólk“ vera í báðum fylkingum, þar á meðal innan raða hvítra þjóðernissinna. Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenn komu saman í Charlottesville um helgina til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Ein kona, Heather Heyer, lést í óeirðunum um helgina þegar fylgismaður þjóðernissinna ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. James Alex Fields var ákærður fyrir morðið á Heyer í gær. Á blaðamannafundinum í Trump-turni í dag sagði forsetinn að móðir Heyer hefði sagt „fallega hluti“ um sig.Blaðamannafundurinn í Trump-turni hófst á yfirlýsingu um skipulag innan ríkisstjórnarinnar en leystist fljótt upp í umræður um atburði helgarinnar.Vísir/AFPBar styttur sögufrægra forseta saman við styttuna af Robert E. Lee Þá sakaði Trump þá sem vildu fjarlægja styttuna af hershöfðingjanum og þrælahaldaranum Robert E. Lee um að „endurskrifa söguna“ og nefndi sögufræga Bandaríkjaforseta, sem áttu einnig þræla, og styttur af þeim til stuðnings málstað sínum. „George Washington var þrælahaldari. Mun George Washington verða minna metinn? Ætlum við að taka niður styttu af George Washington?“ sagði Trump. „Hvað með Thomas Jefferson, hvað finnst ykkur um Thomas Jefferson, líkar ykkur við hann? Allt í lagi, gott. Ætlum við að taka niður styttur vegna þess að hann átti þræla í stórum stíl? Ætlum við að taka niður styttu af honum? Þannig að vitið þið hvað, þetta er fínt, þið eruð að endurskrifa söguna, þið eruð að endurskrifa menningu.“President Trump: George Washington was a slave owner. Will we have to take down statues of George Washington? https://t.co/F72eiagTzZ— CNN (@CNN) August 15, 2017 Þá var Trump spurður um einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, og sagði hann góðan mann. Þá tók forsetinn fram að Bannon væri „ekki rasisti“ en sagði enn fremur að framtíð hans í Hvíta húsinu væri óljós. Trump tjáði sig um átökin í Charlottesville á sérstökum blaðamannafundi um óeirðirnar í Hvíta húsinu í gær. Þar fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi. Þá var forsetinn gagnrýndur fyrir að vilja ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina á laugardag. Þar fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk úr „mörgum áttum“ en þá afstöðu sína ítrekaði hann á blaðamannafundinum í dag.
Tengdar fréttir Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela Barack Obama fær mikið hrós fyrir skrif sín í kjölfar átakanna í Charlottesville en færslan hans er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter. 15. ágúst 2017 15:30
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00