Erlent

„Þetta er okkar land“

Samúel Karl Ólason skrifar
Átökin í bænum hafa vakið gífurlega athygli og varpað ljósi á djúpstæðar deilur í Bandaríkjunum.
Átökin í bænum hafa vakið gífurlega athygli og varpað ljósi á djúpstæðar deilur í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Þegar hundruð þjóðernissinna og rasista komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum um helgina kom til átaka á milli þeirra og gagnmótmælenda. Átökin í bænum hafa vakið gífurlega athygli og varpað ljósi á djúpstæðar deilur í Bandaríkjunum. Einn gagnmótmælandi dó þegar ekið var á hóp fólks og tveir lögregluþjónar dóu þegar þyrla þeirra hrapaði.

Fréttakona Vice News Tonight, Elle Reeve, fylgdi leiðtogum þjóðernissinna eftir í Charlottesville og fylgdist náið með átökunum. Þáttur Vice var svo sýndur á HBO á mánudagskvöldið, en hann veitir ágætis innsýn í framþróun mála í Charlottesville og hugarástand þjóðernissinnanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×