Báðir bardagakappar samþykktu Byrd sem dómara en hann hefur lengi staðið í fremstu röð.
Hann átti að vera dómari í bardaga Mayweather og Manny Pacquiao en var tekinn af bardaganum þar sem hann þótti ekki nógu heilsuhraustur. Byrd fær þennan risabardaga í staðinn.
Byrd er fyrrum hermaður sem síðan sinnti starfi vegalögreglu í Kaliforníu í 34 ár. Lífsreyndur kappi sem vonandi tekst vel til þann 26. ágúst. Hann fær 2,7 milljónir króna fyrir vinnu sína þetta kvöld.
Þessi ágæti dómari hefur lent í því að klúðra talningu og var mikið grín þá gert að honum á netinu.
Bardagi Conor og Mayweather verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.