Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 18:54 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa. United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.
United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44