Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 18:54 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa. United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.
United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent