Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Veðrið mun ekki setja strik í reikninginn samkvæmt langtímaspánni. Þjóðhátíð mun fara fram í rólegu veðri og hægum vindi. vísir/vilhelm „Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Epstein-skjölin birt Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira