Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Veðrið mun ekki setja strik í reikninginn samkvæmt langtímaspánni. Þjóðhátíð mun fara fram í rólegu veðri og hægum vindi. vísir/vilhelm „Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
„Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira