KR réði ferðinni í fyrri hálfleik og var 2-0 yfir að honum loknum. Víkingur lagði ekki árar í bát, Kwame Quee minnkaði muninn á 60. mínútu og 14 mínútum síðar jafnaði Guðmundur Steinn Hafsteinsson metin.
Stuðningsmenn Víkinga í stúkunni glöddust mjög, enginn þó meira en Viðar Ingi Pétursson sem hljóp inn á völlinn til að faðma Guðmund Stein. Hann var í kjölfarið fjarlægður af vellinum.
VIPpaði mér (óvart) yfir skiltin til að faðma markaskorarann minn sem jafnaði GLÆSILEGA í Frostaskjóli. Dómgreindarbrestur. Áfram gakk.
— Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) July 31, 2017
Í yfirlýsingu frá Víkingi er þvertekið fyrir þetta. Þar segir að ungir stuðningsmenn KR hafi angrað og ögrað stuðningsmönnum Víkings með vatnbyssum og ekki látið segjast. Stuðningsmaður Ólsara hafi reynt að ná einni byssunni en ekki lagt hendur á drenginn.