Málið hneisa sem muni hafa áhrif á framtíðarstefnumótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00