Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2017 17:51 Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum. Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur staðfest lög frá Bandaríkjaþingi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Það gerði forsetinn þrátt fyrir að lýsa því yfir að lögin séu „gölluð“. Yfirgnæfandi meirihluti bandarískra þingmanna samþykktu frumvarpið um að herða refsiaðgerðirnar vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. Eitt ákvæði frumvarpsins er að Trump getur ekki aflétt aðgerðunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Donald Trump, forseti, skrifaði undir lögin í dag en sakaði þingið engu að síður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Undirskriftinni fylgdi yfirlýsinginn þar sem hann kallaði lögin „afar gölluð“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Sem forseti get ég náð miklu betri samningum við erlend ríki en Bandaríkjaþing,“ sagði forsetinn.Rússar og ESB ósátt Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Rússar hafa þegar svarað refsiaðgerðunum í sömu mynt og rekið 755 sendifulltrúa Bandaríkjanna frá landinu. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa einnig lýst óánægju með aðgerðirnar enda eru ýmis aðildarríki þess, þar á meðal Þýskaland, háð jarðgasi frá Rússlandi. Óttast þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjamanna komi niður á þeim viðskiptum.
Donald Trump Tengdar fréttir Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41 755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14 Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22 Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37 ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12 Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30 Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Öldungadeildarþing Bandaríkjanna samþykkti, 98 gegn 2, að herða þvinganir gegn Rússum. 27. júlí 2017 23:41
755 bandarískir erindrekar reknir úr Rússlandi Vladimir Putin segir að mikið þurfi til að bæta samband Rússlands og Bandaríkjanna. 30. júlí 2017 20:14
Rússar svara refsiagerðum Bandaríkjamanna í sömu mynt Utanríkisráðuneyti Rússlands skipaði bandarískum stjórnvöldum að fækka í starfsliði í sendiráðum og tilkynnti um að hald yrði lagt á fasteignir sendiskrifstofanna. Aðgerðirnar eru svar gegn refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. 28. júlí 2017 10:22
Mun gera Bandaríkjaþingi kleift að herða refsiaðgerðir gegn Rússum Breytingarnar takmarka einnig getu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að draga úr þessum aðgerðum. 23. júlí 2017 10:37
ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Evrópskir leiðtogar hafa áhyggjur af því að hertar refsiaðgerðir gegn Rússum sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi geti skaðað orkuöryggi ESB-ríkja. 26. júlí 2017 14:12
Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands gefur í skyn að rússnesk stjórnvöld svari í sömu mynt eftir að lægri deild Bandaríkjaþings samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn þeim í gær. Óvíst er hvort að Donald Trump forseti beiti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu. 26. júlí 2017 08:30
Trump undirritar lög um refsiaðgerðir gagnvart Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst undirrita lög um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, Írönum og Norður-Kóreu. 29. júlí 2017 10:56