Alltaf leitað í minningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2017 09:45 Flestar myndir Sigurþórs eru olíumálverk. Mynd/Oliver Devaney Gluggi minninganna nefnir Sigurþór Jakobsson listmálari sýningu sem hann heldur í tilefni 75 ára afmælis síns. Afmælið brestur reyndar ekki á fyrr en eftir mánuð en sýningin lifir fram yfir það. Hún er að Vesturgötu 7 (í húsi Heilsugæslu Miðborgar) og verður opnuð nú á laugardaginn klukkan 14. „Ég hef alltaf leitað í minningar þegar ég mála,“ segir Sigurþór. „Bjó í Vesturbænum sem krakki og myndirnar á sýningunni tengjast honum. Ég bý hér í húsinu og fékk leyfi hússtjórnar til að sýna hér, það er ekkert vanalegt en hér eru góðir veggir og mikið pláss í anddyrinu, hátt til lofts og falleg birta. Svo eru tvö stór verk á efstu hæð.“ Sautján ára hóf Sigurþór nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Ég var á kvöldnámskeiðum í fjögur ár en lærði líka setningu í Gutenberg. Svo fór ég til London á Bítlatímanum, stúderaði myndlist, spilaði fótbolta með áhugamannaliði og djammaði.“ Hann kveðst nýlega hafa frétt að skyldleiki væri milli hans og Sigurðar málara. „Það er svolítið fyndið að Sigurður fór út til náms og var styrktur af föður sínum sem þó var á móti því að sonurinn yrði listamaður heldur vildi að hann lærði handverk sem hann gæti lifað af. Ég var á styrk hjá föður mínum í London og hann var heldur ekki hrifinn af listastússinu. Hann sá mig fyrir sér síðhærðan gaur með skegg. Sjálfur hafði hann kynnst kreppunni en var orðinn vélstjóri á skipi. Af því ég var búinn að læra setningu vann ég svolítið í auglýsingateiknun, sem nú er nefnd grafísk hönnun. Faðir minn var ánægður með það. Svo starfaði ég sjálfstætt í mörg ár við hönnun bóka.“ Sýningin á Vesturgötu 7 er opin milli klukkan 14 og 18. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gluggi minninganna nefnir Sigurþór Jakobsson listmálari sýningu sem hann heldur í tilefni 75 ára afmælis síns. Afmælið brestur reyndar ekki á fyrr en eftir mánuð en sýningin lifir fram yfir það. Hún er að Vesturgötu 7 (í húsi Heilsugæslu Miðborgar) og verður opnuð nú á laugardaginn klukkan 14. „Ég hef alltaf leitað í minningar þegar ég mála,“ segir Sigurþór. „Bjó í Vesturbænum sem krakki og myndirnar á sýningunni tengjast honum. Ég bý hér í húsinu og fékk leyfi hússtjórnar til að sýna hér, það er ekkert vanalegt en hér eru góðir veggir og mikið pláss í anddyrinu, hátt til lofts og falleg birta. Svo eru tvö stór verk á efstu hæð.“ Sautján ára hóf Sigurþór nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. „Ég var á kvöldnámskeiðum í fjögur ár en lærði líka setningu í Gutenberg. Svo fór ég til London á Bítlatímanum, stúderaði myndlist, spilaði fótbolta með áhugamannaliði og djammaði.“ Hann kveðst nýlega hafa frétt að skyldleiki væri milli hans og Sigurðar málara. „Það er svolítið fyndið að Sigurður fór út til náms og var styrktur af föður sínum sem þó var á móti því að sonurinn yrði listamaður heldur vildi að hann lærði handverk sem hann gæti lifað af. Ég var á styrk hjá föður mínum í London og hann var heldur ekki hrifinn af listastússinu. Hann sá mig fyrir sér síðhærðan gaur með skegg. Sjálfur hafði hann kynnst kreppunni en var orðinn vélstjóri á skipi. Af því ég var búinn að læra setningu vann ég svolítið í auglýsingateiknun, sem nú er nefnd grafísk hönnun. Faðir minn var ánægður með það. Svo starfaði ég sjálfstætt í mörg ár við hönnun bóka.“ Sýningin á Vesturgötu 7 er opin milli klukkan 14 og 18.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira