Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 15:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Sjá meira