Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 15:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira