Dýrtíð í Reykjavík: „Jemundur minn almáttugur það á að rýja mann inn að skinni“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2017 10:24 Guðríður bauð sonum sínum tveimur á kaffihús í Skeifunni en saup hveljur þegar reikningurinn kom. Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka. Neytendur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka.
Neytendur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira