Dýrtíð í Reykjavík: „Jemundur minn almáttugur það á að rýja mann inn að skinni“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2017 10:24 Guðríður bauð sonum sínum tveimur á kaffihús í Skeifunni en saup hveljur þegar reikningurinn kom. Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka. Neytendur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka.
Neytendur Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira