Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 10:46 Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. vísir Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19. júlí síðastliðinn hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Nika var einhleypur og barnlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað hefur verið að Nika síðan á miðvikudag og verður leit haldið áfram í dag. Hún verður þó nokkuð minni í sniðum en verið hefur þar sem engar líkur eru taldar á því að maðurinn hafi lifað fallið af. Leitin hefur engan árangur borið en leitarskilyrði eru erfið þar sem Hvítá er straumþung og djúp jökulá. „Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurlandi birti mynd af Nika úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið. Biður lögreglan þá sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið að hafa samband í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is. Tilkynninguna lögreglunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Lögreglan á Suðurlandi, ásamt björgunarsveitum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur leitað frá því í fyrradag, að ungum manni sem féll niður Gullfoss. Nokkuð hefur verið dregið úr leit, en henni verður haldið áfram í dag með minna sniði, en síðustu daga. Engar líkur eru taldar á því að pilturinn hafi lifað af fallið og hefur leit engan árangur borið fram til þessa.Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum við myndir sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ánna. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.Pilturinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades 22 ára gamall frá Georgíu. Hann var búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.Meðfylgjandi er mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið og eru þeir sem telja sig hafa séð hann þarna á svæðinu fyrir slysið beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.Leitarskilyrði eru erfið á staðnum þar sem áin er straumþung og djúp jökulá. Gljúfrið sem hún rennur í gegnum er djúpt og skorið og því erfitt og jafnvel ómögulegt yfirferðar á köflum. Saga árinnar í gegnum áranna rás segir að ekki séu miklar líkur á því að hún skili fljótt af sér það sem hún tekur, því gæti slíkt ferli tekið nokkra mánuði og jafnvel ár áður en nokkur merki um mann finnast, ef þá nokkurn tímann.Lögreglan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að leitinni á einn eða annan hátt fyrir aðstoðina.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05 Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Net strengt milli stólpa við nýju brúna við Hvítá Leitin við Gullfoss og Hvítá árangurslaus enn sem komið er. 20. júlí 2017 14:05
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00