Passalaus Sif kom ráðvilltum íslenskum blaðamanni til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 21. júlí 2017 13:44 Freyr, Sif og Glódís hlæja með Elvari Geir sem þakkaði vel fyrir sig. Vísir/Kolbeinn Tumi Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Skemmtileg uppákoma varð við De Vijverberg leikvanginn í Doetinchem þegar landsliðsmennirnir í knattspyrnu, Glódís Perla Viggósdóttir og Sif Atladóttir, mættu í aðdraganda blaðamannafunds sem hefst klukkan 14 að íslenskum tíma. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður fótbolti.net, var fyrir utan leikvanginn þegar Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari spurði Elvar Geir hvar passinn hans væri. Freyr og Elvar Geir þekkjast vel úr Breiðholtinu og greinilegt að landsliðsþjálfarinn var að grínast í félaga sínum. Elvar Geir kom af fjöllum enda með EM 2017 passann sinn um hálsinn. Í ljós kom að Sif hafði fundið alþjóðlegt blaðamannaskírteini Elvars Geirs á bílastæðinu við leikvanginn. Var mikið hlegið þegar þetta uppgötvaðist. „Þetta kom svo sem ekki á óvart. Ég er í þannig buxum að þær bjóða upp á að missa eitthvað úr vösunum,“ segir Elvar Geir. Hann hafði ekki áttað sig á því að passinn væri týndur þegar stelpurnar komu honum til hans. Í framhaldinu ætluðu Glódís og Sif að rölta inn á leikvanginn en það gekk þó ekki þrautarlaust fyrir sig. Í ljós kom að Sif sjálf hafði gleymt EM 2017 leikmannapassanum sínum svo öryggisvörður við leikvanginn, sem stóð vaktina í dyrunum, þurfti að ganga úr skugga um að Sif væri landsliðsmaður og að henni mætti hleypa inn. Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúi og Víðir Reynisson öryggisstjóri fullvissuðu öryggisvörðinn um að Sif mætti vera á svæðinu en öryggisvörðurinn tók þó símtal og kannaði málið. Það gekk þrautarlaust fyrir sig og styttist nú í blaðamannafundinn þar sem Freyr, Glódís og Sif sitja fyrir svörum. Hann hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira