Ein fallegasta keppnisbrautin fyrir þríþraut í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2017 09:00 Kandadíska þríþrautarkonan Heather Wurtele er ein sú besta í heiminum og hún hefur titil að verja frá því í fyrra. Mynd/Arnold Björnsson Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
Stærsta þríþrautarmót sem hefur haldið á Íslandi fer fram á morgun í Kjósinni en þetta er í annað skiptið sem Challange Iceland fer fram á þessum stað. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir eru 250 í ár. Keppnin er hálfur járnmaður sem felst í því að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í Kjós. Þessi keppni þykir mjög erfið enda á ferðinni nyrsta þríþrautarkeppnin í Challenge fjölskyldunni og kuldinn mun alltaf reyna á keppendur.Mynd/Arnold BjörnssonUm 250 keppendur eru skráðir þ.á.m. um 200 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni á heimsmælikvarða. Þá er Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” segir Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskylduinnar í fréttatilkynningu um keppnina. Pétur Einarsson, framkvæmdastjóri Race Makers Iceland segir mikil verðmæti í Challenge Iceland fyrir Ísland og Kjósahrepp: „Það er markmið okkar að þessi keppni verði ein sú virtasta í heiminum. Það er líka spennandi að með svona viðburðum er hægt auka fjölbreytileika í íslenskri ferðaþjónustu og tengja Ísland við náttúru, heilsu og fjölskylduvæna atburði og Challenge Iceland er einmitt til þess fallið,“ sagði Pétur í í fyrrnefndri fréttatilkynningu um keppnina. RaceMakers Iceland stendur fyrir keppninni og hafa mótshaldararnir Bertel Ingi Arnfinnsson, Einar Stefán Kristinsson, Pétur Einarsson, Rannveig Guicharnaud og Viðar Bragi Þorsteinsson og um hundrað sjálfboðaliðar unnið með Kjósarhreppi til þess að gera Challenge Iceland að veruleika. Í Challenge þríþrautamótaröðinni eru 47 heilir og hálfir járnmenn í 23 löndum í heiminum, þar á meðal stærsta heila keppnin í heiminum – Challenger Roth í Þýskalandi.Mynd/Arnold BjörnssonMynd/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira