Fyrirskipa ákæru í nauðgunarmáli sem var áður fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2017 06:00 Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir fimm árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en fyrir um tveimur árum. Málið komst í kastljós fjölmiðla þegar unnusti konunnar réðist á hinn grunaða í verslun Krónunnar á Granda. Um fimm ár eru síðan konan fór í partý með þáverandi kærasta sínum þar sem hún hitti vin kærastans. Morguninn eftir vaknaði hún við hliðina á umræddum vini sem hún segir hafa brotið á henni um nóttina. Konan kærði málið þremur árum síðar. Lögregla rannsakaði málið og fór það í framhaldinu á borð héraðssaksóknara. Þar var málið fellt niður.Telja líkur á sakfellingu Konan leitaði til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns sem kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að héraðssaksóknara bæri að gefa út ákæru í málinu. Það staðfestir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Embætti ríkissaksóknara, við Fréttablaðið. Athygli vekur að ríkissaksóknari kallar ekki eftir því að héraðssaksóknari skoði málið betur heldur vill að ákæra verði gefin út í málinu. Það bendir til þess að ríkissaksóknari telji meiri líkur en minni á sakfellingu í málinu.Kærasti réðst á hinn grunaða Kærasti konunnar fékk á dögunum fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á meintan geranda í Krónunni. Var kærastinn við afgreiðslukassann ásamt konunni sem þá var nýbúin að kæra nauðgunina. Konan hneig niður þegar hún sá manninn og brást kærastinn við með því að ganga aftan að manninum og kýla með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldinu kýldi hann manninn áfram í andlitið þar sem hann lá á gólfinu. Hann viðurkenndi brotið en bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Honum var gert að greiða meintum nauðgara 400 þúsund krónur í skaðabætur sem og allan sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Maðurinn réðist á annan mann í Krónunni á Granda sem unnusta hans hafði kært fyrir nauðgun. 26. júní 2017 15:12
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50