Paint verður áfram til staðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 10:24 Aðdáendur Paint geta tekið gleði sína á ný eftir að margir höfðu málað skrattann á vegginn í gær þegar svo virtist sem að dagar forritsins væru taldir. Vísir/Kjartan Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express. Microsoft Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að myndvinnsluforritið Paint verði áfram til staðar í nýjum útgáfum af Windows-stýrikerfinu. Áður hafði virst sem að dagar forritsins ástsæla væru taldir. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt lýsingu á næstu uppfærslu á Windows 10-stýrikerfinu yrði Paint annað hvort fjarlægt eða það ekki þróað áfram.Sjá einnig:Microsoft eyðir Paint Fréttunum var tekið með sorg á samfélagsmiðlum en víst er að margir Windows-notendur hafi fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína í Paint í gegnum tíðina.Ókeypis í vefverslun WindowsFyrirtækið segir nú að Paint muni ekki endilega verða sjálfkrafa hluti af Windows 10 en að forritið verði aðgengilegt ókeypis í vefversluninni Windows Store, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við höfum eitthvað lært þá er það að eftir 32 ár á MS Paint sér marga aðdáendur,“ segir í færslu á bloggsíðu Microsoft. Paint hefur verið hluti af Windows-stýrikerfinu frá því að það kom fyrst á markaðinn árið 1985. Ný og þróaðri útgáfa, Paint 3D, verður hluti af Windows 10-stýrikerfinu í næstu uppfærslum. Önnur forrit sem verða slegin út af borðinu í næstu uppfærslu Windows 10 virðast ekki hafa verið netverjum slíkur harmdauði og Paint. Á meðal þeirra er tölvupóstforritið Outlook Express.
Microsoft Tækni Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira