Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24
Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36