Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 23:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira