Hertar þvinganir gegn Rússum á borði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 23:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með miklum meirihluta að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. 98 þingmenn af hundrað kusu með frumvarpi sem kemur líka í veg fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, geti dregið úr þvingunum án aðkomu þingsins. Frumvarpið fer nú á skrifborð Trump til staðfestingar. Hann gæti hins vegar neitað að skrifa undir frumvarpið, en það hefur verið harðlega gagnrýnt af starfsmönnum Hvíta hússins. Þá hefur Trump sóst eftir bættum samskiptum við Rússa. Neiti forsetinn að skrifa undir, getur öldungadeildin samt gert frumvarpið að lögum með tveimur þriðju meirihluta, sem ætti ekki að vera þeim erfitt miðað við hve margir þingmenn styðja frumvarpið.Þvinganirnar voru samdar af þingmönnum með hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu og afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í huga. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir varðandi afskiptin og meðal annars er sérstakur saksóknari einnig að rannsaka mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum.Herða skrúfurnar Forsetinn hefur ávalt neitað fyrir mögulegt samstarf og hefur einnig sagt að fregnir af afskiptum Rússa séu runnin undan rifjum Demókrataflokksins til að hylja yfir vandræðalegt tap í kosningunum. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó gefið út að þeir séu sannfærðir um að afskiptin séu raunveruleg og snúa meðal annars að tölvuárásum og áróðri. Frumvarpið hefur einnig verið gagnrýnt af ríkjum í Evrópu sem kaupa olíu og gas af Rússum, en það gæti verið gegn þvingunum Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, segir hinum nýju þvingunum ætlað að herða skrúfurnar að helstu andstæðingum Bandaríkjanna. Frumvarpið snýr einnig að þvingunum gegn Íran og Norður-Kóreu.Sjá einnig: Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur sagt að verði frumvarpið að lögum brjóti þvinganirnar gegn alþjóðalögum og að þær muni skaða samband ríkjanna verulega. Þá segir hann að Rússland muni bregðast við þvingunum þegar þær líta dagsins ljós.Hann sagði sífellt verið að reyna að ögra Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira