Narendra Modi talinn ýmist hetja eða skúrkur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júlí 2017 08:00 Narendra Modi er vinsæll, einkum á meðal indverskra hindúa. Hann er þó umdeildari á alþjóðavettvangi og á meðal múslima í heimalandinu. nordicphotos/AFP Staða Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, styrktist þegar Ram Nath Kovind tók formlega við embætti forseta Indlands í vikunni. Gerði hann það fyrir hönd Indverska þjóðarflokksins er nefnist Bharatiya Janata á hindí og er gjarnan kallaður BJP. Fékk Kovind stuðning 66 prósenta kjörmanna. „Til hamingju, Ram Nath Kovind, með að vera kjörinn forseti Indlands! Ég óska þér góðrar forsetatíðar. Mikill stuðningur margra flokka við Kovind gleður mig og ég þakka kjörmönnum innilega,“ sagði forsætisráðherrann, og forsprakki BJP, um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir. Kjör Kovind, sem kemur úr lægstu stétt indverska stéttakerfisins, er talið styrkja stöðu Modi. Embætti forseta á Indlandi svipar til íslenska forsetaembættisins og fer það ekki með mikil völd. Helsta hlutverk Indlandsforseta er að ráða úr stjórnarkreppum. Á Indlandi kýs þingið forsetann og var kjör Kovind því næstum gulltryggt áður en kosningarnar fóru fram. Er styrkur Modi á þinginu gríðarlegur. Olli kjör Kovind því stjórnarandstæðingum vonbrigðum. „Barátta mín fyrir aðskilnaði ríkis og trúar sem og hina kúguðu heldur áfram,“ sagði mótframbjóðandinn Meira Kumar. Vísaði hún þar til svokallaðrar hindutva-stefnu BJP-flokksins sem þykir umdeild.Mótmælaganga gegn ofbeldi sem múslimar urðu fyrir í Mumbai.Nordicphotos/AFPHinn umdeildi Modi Í mars síðastliðnum skrifaði Mihir Sharma, pistlahöfundur Bloomberg á Indlandi, grein um að Modi væri orðinn valdamesti leiðtogi Indlands í marga áratugi. Hann væri jafnframt vel á veg kominn með að breyta Indlandi í ríki þar sem hindúar njóta forgangs. Væri fjölmennasta lýðveldi heims því orðið stærsti leikvöllur þjóðernishyggjuöfgamanna á heimsvísu. Ýmsir hafa tekið undir þessi orð Sharma. Í grein sem birtist í Independent í sama mánuði segir að Modi sé eins og öfgafyllri útgáfa af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í greininni segir að ástæða fyrir hinum miklu völdum Modi felist í vangetu stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Congress. Leiðtogi Congress, Rahul Gandhi, hafi hvorki persónutöfrana né hungrið sem þurfi til að stýra Indlandi. Modi og flokksmenn hans hafa einkum sætt gagnrýni á alþjóðavísu fyrir svokallaða hindutva-stefnu. Byggir stefnan á því að hindúasiður eigi að vera í kjarna indversks stjórnarfars og að Indland sé land hindúa. Þannig sagði Giriraj Singh, leiðtogi BJP í Bihar-ríki, að múslimar og aðrir andstæðingar Modi ættu að flytja til Pakistan. Pistlahöfundar The New York Times, The Independent, The Guardian og fleiri fjölmiðla á Indlandi hafa ítrekað haldið því fram að Modi hvetji til, eða geri ekki neitt, til að draga úr ofbeldi gegn lægstu stéttum hindúa sem og múslimum. Á meðal röksemdafærslna fyrir því líta þeir til morðsins á Mohammad Akhlaq í Dadri í október 2015. Réðst þá hópur manna á Akhlaq þar sem hann var grunaður um að hafa drepið kálf og borðað hann. Þar sem kýr eru heilagar í hindúasið þótti múgnum Akhlaq hafa framið helgispjöll. Nánir samstarfsmenn Modi fordæmdu morðið ekki. Mahesh Sharma, menningarmálaráðherra Indlands, sagði til að mynda að atvikið hefði einungis verið óhapp. Morðið kom í kjölfar banns við slátrun nautgripa og áti á kjöti þeirra sem Modi lagði fram fyrr sama ár. Modi hefur hins vegar sjálfur fordæmt sams konar morð. Í síðasta mánuði sagði hann til að mynda óásættanlegt að maður hefði verið myrtur vegna gruns um að hann væri með nautakjöt í bíl sínum. Þá hefur Modi verið gagnrýndur fyrir aðgerðir ríkisstjórnar hans sem miðuðu að því að banna starfsemi um 11.000 erlendra góðgerðarsamtaka. Í mars síðastliðnum var bandarískum góðgerðarsamtökum, Compassion International, til að mynda meinað að starfa í Indlandi eftir 48 ára starfsemi á þeim grundvelli að samtökin hefðu snúið hindúum til kristni. Þá hafa skipanir Modi á helstu embættismönnum einnig sætt mikilli gagnrýni. Til að mynda þegar hann skipaði Yogi Adityanath sem leiðtoga Uttar-ríkis. Adityanath þessi hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir hugmyndir sínar um að múslimar leggi á ráðin í laumi um að tæla hindúakonur og útrýma þannig hindúum hægt og rólega.Stuðningsmenn Congress í Kolkata brenndu þetta líkneski af Modi.nordicphotos/AFPTaka lögin í sínar hendur Um síðustu mánaðamót birtist umfjöllun á BBC um stóra hópa á Indlandi sem hafa tekið lögin í sínar hendur og ásækja múslima og hindúa af lægri stéttum. Segir í henni frá morði Junaid Khan, fimmtán ára múslima. Hópur hindúa veittist að Khan og þremur systkinum hans með hnífum í lest í Haryana-ríki. Í viðtali við sjónvarpsfréttamann á svæðinu sagði einn mannanna að ástæðan fyrir árásinni væri sú að múslimar borðuðu nautakjöt. Shaqir Khan, bróðir Junaids, sagði við fréttamenn er hann var kominn á spítala að árásarmennirnir hefðu gengið í skrokk á systkinunum og sagt að það væri uppskeran af því að borða kýr. Svipaði árásinni mikið til morðsins á fyrrnefndum Akhlaq. Undir stjórn Modi og BJP-flokksins hefur kýrin orðið æ mikilvægara tákn í indversku samfélagi, að því er BBC greinir frá. Segir í umfjöllun BBC að bilið á milli hindúa og múslima fari breikkandi og að æ harðari bönn við sölu og slátrun nautgripa valdi upplausnarástandi. Stórir hópar hindúa gangi um göturnar og myrði múslima fyrir að flytja, selja og borða nautgripi. „Það er ótrúlegt að sú forna lífsspeki hindúa að það sé rangt að taka líf annarrar veru, speki sem Mahatma Gandhi hafði í hávegum, sé nú notuð til að réttlæta morð,“ skrifaði rithöfundurinn Aatish Taseer í aðsendri grein sem birtist í The New York Times.Hinn vinsæli Modi En Modi nýtur augljóslega ágætis stuðnings á Indlandi. Annars væri hann ekki forsætisráðherra. Fékk BJP-flokkurinn til að mynda 31 prósent atkvæða í þingkosningunum árið 2014. Þá greindi The Times of India frá því í júní að samkvæmt nýrri könnun væru Indverjar afar sáttir við fyrstu þrjú ár forsætisráðherrans í embætti. Tók rúm milljón þátt í könnun The Times of India og sögðu 77 prósent aðspurðra að Modi stæði sig vel eða mjög vel í embætti. Töldu 76 prósent aðspurðra að vinsældir Modi hefðu aukist á kjörtímabilinu en tólf prósent að þær hefðu dvínað. Samkvæmt könnun Hindustan Times fyrr á árinu þótti 60 prósentum Indverja Modi standa sig vel. Bentu stuðningsmenn hans einkum á minnkandi spillingu, samskipti við Pakistan, bætta ímynd Indlands á heimsvísu og bætta innviði. Aðspurðum þótti hins vegar heilbrigðiskerfinu hafa hrakað, staða atvinnumála óásættanleg, verðlag of hátt og glæpum gegn konum fjölga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Staða Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, styrktist þegar Ram Nath Kovind tók formlega við embætti forseta Indlands í vikunni. Gerði hann það fyrir hönd Indverska þjóðarflokksins er nefnist Bharatiya Janata á hindí og er gjarnan kallaður BJP. Fékk Kovind stuðning 66 prósenta kjörmanna. „Til hamingju, Ram Nath Kovind, með að vera kjörinn forseti Indlands! Ég óska þér góðrar forsetatíðar. Mikill stuðningur margra flokka við Kovind gleður mig og ég þakka kjörmönnum innilega,“ sagði forsætisráðherrann, og forsprakki BJP, um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir. Kjör Kovind, sem kemur úr lægstu stétt indverska stéttakerfisins, er talið styrkja stöðu Modi. Embætti forseta á Indlandi svipar til íslenska forsetaembættisins og fer það ekki með mikil völd. Helsta hlutverk Indlandsforseta er að ráða úr stjórnarkreppum. Á Indlandi kýs þingið forsetann og var kjör Kovind því næstum gulltryggt áður en kosningarnar fóru fram. Er styrkur Modi á þinginu gríðarlegur. Olli kjör Kovind því stjórnarandstæðingum vonbrigðum. „Barátta mín fyrir aðskilnaði ríkis og trúar sem og hina kúguðu heldur áfram,“ sagði mótframbjóðandinn Meira Kumar. Vísaði hún þar til svokallaðrar hindutva-stefnu BJP-flokksins sem þykir umdeild.Mótmælaganga gegn ofbeldi sem múslimar urðu fyrir í Mumbai.Nordicphotos/AFPHinn umdeildi Modi Í mars síðastliðnum skrifaði Mihir Sharma, pistlahöfundur Bloomberg á Indlandi, grein um að Modi væri orðinn valdamesti leiðtogi Indlands í marga áratugi. Hann væri jafnframt vel á veg kominn með að breyta Indlandi í ríki þar sem hindúar njóta forgangs. Væri fjölmennasta lýðveldi heims því orðið stærsti leikvöllur þjóðernishyggjuöfgamanna á heimsvísu. Ýmsir hafa tekið undir þessi orð Sharma. Í grein sem birtist í Independent í sama mánuði segir að Modi sé eins og öfgafyllri útgáfa af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í greininni segir að ástæða fyrir hinum miklu völdum Modi felist í vangetu stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Congress. Leiðtogi Congress, Rahul Gandhi, hafi hvorki persónutöfrana né hungrið sem þurfi til að stýra Indlandi. Modi og flokksmenn hans hafa einkum sætt gagnrýni á alþjóðavísu fyrir svokallaða hindutva-stefnu. Byggir stefnan á því að hindúasiður eigi að vera í kjarna indversks stjórnarfars og að Indland sé land hindúa. Þannig sagði Giriraj Singh, leiðtogi BJP í Bihar-ríki, að múslimar og aðrir andstæðingar Modi ættu að flytja til Pakistan. Pistlahöfundar The New York Times, The Independent, The Guardian og fleiri fjölmiðla á Indlandi hafa ítrekað haldið því fram að Modi hvetji til, eða geri ekki neitt, til að draga úr ofbeldi gegn lægstu stéttum hindúa sem og múslimum. Á meðal röksemdafærslna fyrir því líta þeir til morðsins á Mohammad Akhlaq í Dadri í október 2015. Réðst þá hópur manna á Akhlaq þar sem hann var grunaður um að hafa drepið kálf og borðað hann. Þar sem kýr eru heilagar í hindúasið þótti múgnum Akhlaq hafa framið helgispjöll. Nánir samstarfsmenn Modi fordæmdu morðið ekki. Mahesh Sharma, menningarmálaráðherra Indlands, sagði til að mynda að atvikið hefði einungis verið óhapp. Morðið kom í kjölfar banns við slátrun nautgripa og áti á kjöti þeirra sem Modi lagði fram fyrr sama ár. Modi hefur hins vegar sjálfur fordæmt sams konar morð. Í síðasta mánuði sagði hann til að mynda óásættanlegt að maður hefði verið myrtur vegna gruns um að hann væri með nautakjöt í bíl sínum. Þá hefur Modi verið gagnrýndur fyrir aðgerðir ríkisstjórnar hans sem miðuðu að því að banna starfsemi um 11.000 erlendra góðgerðarsamtaka. Í mars síðastliðnum var bandarískum góðgerðarsamtökum, Compassion International, til að mynda meinað að starfa í Indlandi eftir 48 ára starfsemi á þeim grundvelli að samtökin hefðu snúið hindúum til kristni. Þá hafa skipanir Modi á helstu embættismönnum einnig sætt mikilli gagnrýni. Til að mynda þegar hann skipaði Yogi Adityanath sem leiðtoga Uttar-ríkis. Adityanath þessi hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir hugmyndir sínar um að múslimar leggi á ráðin í laumi um að tæla hindúakonur og útrýma þannig hindúum hægt og rólega.Stuðningsmenn Congress í Kolkata brenndu þetta líkneski af Modi.nordicphotos/AFPTaka lögin í sínar hendur Um síðustu mánaðamót birtist umfjöllun á BBC um stóra hópa á Indlandi sem hafa tekið lögin í sínar hendur og ásækja múslima og hindúa af lægri stéttum. Segir í henni frá morði Junaid Khan, fimmtán ára múslima. Hópur hindúa veittist að Khan og þremur systkinum hans með hnífum í lest í Haryana-ríki. Í viðtali við sjónvarpsfréttamann á svæðinu sagði einn mannanna að ástæðan fyrir árásinni væri sú að múslimar borðuðu nautakjöt. Shaqir Khan, bróðir Junaids, sagði við fréttamenn er hann var kominn á spítala að árásarmennirnir hefðu gengið í skrokk á systkinunum og sagt að það væri uppskeran af því að borða kýr. Svipaði árásinni mikið til morðsins á fyrrnefndum Akhlaq. Undir stjórn Modi og BJP-flokksins hefur kýrin orðið æ mikilvægara tákn í indversku samfélagi, að því er BBC greinir frá. Segir í umfjöllun BBC að bilið á milli hindúa og múslima fari breikkandi og að æ harðari bönn við sölu og slátrun nautgripa valdi upplausnarástandi. Stórir hópar hindúa gangi um göturnar og myrði múslima fyrir að flytja, selja og borða nautgripi. „Það er ótrúlegt að sú forna lífsspeki hindúa að það sé rangt að taka líf annarrar veru, speki sem Mahatma Gandhi hafði í hávegum, sé nú notuð til að réttlæta morð,“ skrifaði rithöfundurinn Aatish Taseer í aðsendri grein sem birtist í The New York Times.Hinn vinsæli Modi En Modi nýtur augljóslega ágætis stuðnings á Indlandi. Annars væri hann ekki forsætisráðherra. Fékk BJP-flokkurinn til að mynda 31 prósent atkvæða í þingkosningunum árið 2014. Þá greindi The Times of India frá því í júní að samkvæmt nýrri könnun væru Indverjar afar sáttir við fyrstu þrjú ár forsætisráðherrans í embætti. Tók rúm milljón þátt í könnun The Times of India og sögðu 77 prósent aðspurðra að Modi stæði sig vel eða mjög vel í embætti. Töldu 76 prósent aðspurðra að vinsældir Modi hefðu aukist á kjörtímabilinu en tólf prósent að þær hefðu dvínað. Samkvæmt könnun Hindustan Times fyrr á árinu þótti 60 prósentum Indverja Modi standa sig vel. Bentu stuðningsmenn hans einkum á minnkandi spillingu, samskipti við Pakistan, bætta ímynd Indlands á heimsvísu og bætta innviði. Aðspurðum þótti hins vegar heilbrigðiskerfinu hafa hrakað, staða atvinnumála óásættanleg, verðlag of hátt og glæpum gegn konum fjölga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira