Bikardagur í Kaplakrika í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2017 06:00 Litlir og stórir FH-ingar. vísir/stefán Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Mesta fjörið í íþróttalífi hérlendis um helgina verður án vafa í Kaplakrikanum á milli eitt og fjögur í dag þegar FH-ingar hýsa tvær bikarkeppnir í tveimur íþróttagreinum. Í báðum tilfellum eru heimamenn í FH sigurstranglegri en þurfa að berjast við kappsfulla Breiðhyltinga á báðum vígstöðum.Hafa unnið alla titla frá 1994 Í 51. bikarkeppni FRÍ má búast við að baráttan standi sem fyrr á milli risanna FH og ÍR en félögin hafa unnið langflesta bikara frá upphafi sem og alla bikarmeistaratitla frá og með árinu 1994. Í undanúrslitaleik Borgunarbikars karla taka Íslandsmeistarar FH á móti Inkasso-liði Leiknis úr Breiðholti. Sigurvegari leiksins mætir ÍBV í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi. Leiknismenn höfðu aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit fyrir þetta sumar og eru því að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik. FH-liðið hefur unnið alls átta Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004 en aðeins komist tvisvar í bikarúrslitaleikinn á sama tíma. Nú hafa FH-ingar frábært tækifæri til að bæta úr því enda á heimavelli á móti liði sem er í hópi neðstu liðanna í b-deildinni. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins hefst klukkan 13.00 en annað árið í röð fer hún fram á sama degi og klárast á aðeins tveimur klukkutímum. Það verður því allt á fullu á vellinum þessa tvo tíma sem gerir keppnina mjög væna til áhorfs. FH-ingar eiga titil að verja en þeir unnu þrefalt í fyrra og stöðvuðu þá sex ára sigurgöngu ÍR.Tuttugasti titilinn Vinni FH-ingar í dag þá verða þeir bikarmeistarar í tuttugasta sinn en ÍR-ingar hafa unnið flesta bikartitla eða 23. Það ætla þó fleiri félög að blanda sér í baráttunni en Breiðablik, Fjölelding, HSK og Ármann taka líka þátt. FH-ingar urðu bikarmeistarar þegar þeir héldu bikarkeppnina síðast fyrir þrettán árum en misstu þá karlatitilinn til UMSS. FH vann hins vegar þrefalt næstu fjögur ár á eftir.Mikið að gera Það er mikið að gera hjá karlaliði FH í fótbolta. Liðið er nýkomin heim frá Slóveníu þar sem liðið mætti Maribor í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður níundi leikur Hafnarfjarðarliðsins á síðustu 34 dögum sem þýðir leik á 3,8 daga fresti auk ferðalaga til Færeyja og Slóveníu. Bikarleikur FH og Leiknis átti að fara fram í gærkvöldi en var færður fram um einn dag vegna ferðalags FH-liðsins til Slóveníu í vikunni. Fyrir vikið fær íþróttaáhugafólk óvenjulegan bikartvíhöfða í Kaplakrikanum eftir hádegi í dag.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira