Ákærður fyrir brot gegn 12 ára stúlku í Hafnarfirði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 07:42 Maðurinn var grunaður um annað brot þennan sama dag, 5. maí, en sú rannsókn var látin niður falla. vísir/daníel Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Rannsókn á máli karlmanns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tólf ára barni, þegar hann braust inn á heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, er lokið. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir húsbrot, kynferðislega áreitni gegn barni, þjófnað og fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis er hann ákærður fyrir blygðunarsemisbrot sem sagt er hafa átt sér stað degi áður.Vaknaði við snertingu mannsins Manninum er gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í húsið aðfaranótt föstudagsins 5. maí síðastliðinn. Stúlkan kvaðst hafa vaknað við snertingu mannsins þar sem hann hafi staðið við rúm hennar. Hann hafi meðal annars strokið henni um bak, farið inn undir nærbol hennar og farið niður á mjöðm. Stúlkan sagðist hafa reynt að færa sig fjær honum en hann þá skriðið upp í rúm til hennar og reynt að strjúka henni meira. Hún hafi þá náð að fara inn á baðherbergi og læsa að sér en að maðurinn hafi þá að opna hurðina utan frá, en henni tekist að læsa aftur að sér. Hann hafi svo farið inn í eldhús og þaðan úr húsinu. Stúlkan sagðist hafa verið hrædd þegar atvikið átti sér stað og fram kemur í úrskurði héraðsdóms asð henni hafi liðið mjög illa við að ræða atvikið, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.Kannast við að hafa „klappað“ stúlkunni Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa farið inn í hús eftir að kona, sem hann hefði hitt fyrr um kvöldið, hefði staðið við glugga og sent honum koss með vörunum. Hann hefið svo áttað sig á því að þetta væri ekki konan sem hann hefði hitt. „Kvaðst hann hafa fengið fyrirboða eða sýn um að kona í húsinu hafi boðið honum að koma inn og því hafi hann farið inn í húsið,“ segir dómi héraðsdóms. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa farið inn á baðherbergi stúlkunnar.Grunur um fleiri brot Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sakaður um að hafa farið upp að baðherbergisglugga og horft á hana þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Meint atvik átti sér stað 4. maí síðastliðinn. Maðurinn sagðist kannast við að hafa farið upp að umræddu húsi og horft inn um baðherbergisgluggann og séð þar konu, án þess að sjá að hún hefði verið fáklædd. Þá hefur rannsókn á nokkrum öðrum málum á hendur manninum verið hætt, en hann var sakaður um annað brot sama dag og meint brot gegn stúlkunni átti sér stað, þann 5. maí. Jafnframt var rannsókn á máli sem kom upp 29. mars hætt, en brotin tvö vörðuðu ætluð kynferðisbrot og tilraun til húsbrota. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 2. ágúst næstkomandi, en hann hefur verið í haldi frá handtöku 5. maí.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 7. júlí næstkomandi en hann er meðal annars grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn 12 ára stúlku þegar hann kom óboðinn um inn í herbergið hennar á heimili hennar í Hafnarfirði í maí síðastliðnum. 13. júní 2017 21:17